Gott eftirlit
23.01.2012
Hluti af ómissandi starfsliði FSu eru eftirlitsmennirnir sem fylgjast með á göngum skólans, ræða við nemendur um það sem má betur fara, passa að menn fari ekki inn á útiskóm, gangi vel um, leggi bílum á rétta staði og vara menn við tóbaksnotkun í skólanum. Eftirlitsmenn FSu er þeir Símon Teitsson og Torfi Brynjar Sverrisson, en Torfi hóf störf í byrjun annar. Á myndinni eru þeir félagar Torfi, vinstra megin og Símon, hægra megin.