Gott gengi í stærðfræðikeppni
Þann 9. október 2012 fór fram Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2012-2013 (forkeppni). Keppnin fór fram á tveimur stigum, neðra stigi fyrir nemendur á 1. og 2. ári framhaldsskóla og efra stigi fyrir nemendur á 3. og 4. ári. Við FSu tóku þátt 2 nemendur, báðir á efra stigi. Keppendur af öllu landinu voru alls 407, 180 á efra stigi og 227 á neðra stigi. Jón Aron Lundberg nemandi við Fsu sem keppti á efra stigi náði þeim árangri að komast í lokakeppni sem fram fer á vorönn 2013, en sigurvegurum í þeirri keppni gefst kostur á að taka þátt í Norrænni stærðfræðikeppni og í framhaldi af því er svo Alþjóðleg ólympíukeppni sem fram fer í Kólumbíu í júlí í sumar, en þangað komast væntanlega 4-6 keppendur frá Íslandi. Jón Aron hreppti 12.-13. sæti, fékk 67 stig, en meðaltal keppenda var 29 stig. Þetta verður að teljast mjög góður árangur, sérstaklega í því ljósi að nemendur í nokkrum efstu sætum á efra stigi voru búnir að fá sérstaka 6 vikna þjálfun með ólympíuförum s.l. sumar. Við þökkum okkar manni kærlega fyrir þátttökuna og innilega til hamingju með árangurinn.
Á myndinni má sjá eina af þeim þrautum sem keppendur þurftu að glíma við.