Gott í Gijón
Fjórir nemendur og tveir kennarar fór síðastliðinn sunnudag 19. apríl í vikuferð til borgarinnar Gijón á norður-Spáni. Ferðin er liður í Comeníus-samstarfsverkefni skóla í Austurríki, Frakklandi, Spáni og FSu á Íslandi. Verkefnið kallast "Global Warming - I can make a difference" og fjallar um hnattræna hlýnun, orsakir, afleiðingar og mögulegar leiðir til úrbóta.
Verkefnið hefur staðið yfir í tvö ár og fundurinn í Gijón er lokafundur verkefnisins. Nemendurnir frá skólunum fjórum vinna saman að verkefnum tengdum hnattrænni hlýnun og kennararnir vinna við lokaskýrslu. Allt hefur hingað til gengið mjög vel. Af og til er skroppið út í blíðviðrið sem hér er og litið á mannvirki, náttúru og mannlíf á norður-Spáni sem er um margt frábrugðið því sem gerist á ferðamannaslóðum sunnar í landinu. Hópurinn kemur til baka sunnudaginn 26. apríl.