Grís Horror 19. mars
12.03.2010
Leikfélag NFSu leggur þessa dagana lokahönd á nýjasta sköpunarverk sitt, en það er söngleikurinn Grís Horror. Verkið, sem fjallar um nemendur í fjöldamorðingjaskóla í Rússlandi, er samið af leikstjóranum, Garúnu, en er mjög lauslega byggt á þekktum söngleik. Hefur verið stofnuð heil hljómsveit sem sér um að semja og endurútsetja lög fyrir verkið. Leikarar og aðrir hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum við að gera verkið klárt til sýningar undir heraga leikstjórans og nú er loks farið að sjá fyrir endann á undirbúningsferlinu. Frumsýnt verður föstudaginn 19. mars í Gónhól, gamla frystihúsinu á Eyrarbakka.