Grunnskólanemar í heimsókn
28.03.2012
Marsmánuður hefur verið annarsamur hjá náms-og starfsráðgjöfum í FSu. Langflestir 10.bekkir úr grunnskólunum á Suðurlandi hafa komið ásamt kennurum sínum og heimsótt skólann. Agnes, Álfhildur og Eyvindur hafa skipulagt þessar heimsóknir og tekið á móti hópunum, en ætla má að um 220 grunnskólanemendur hafi komið og skoðað skólann. Á myndinni má sjá hóp úr Grunnskólanum í Hveragerði ásamt Álfhildi, náms-og starfsráðgjafa og Guðríði kennara þeirra.