Grútur í gull; myndlistarsýning
24.11.2014
Í dag mánudag og á morgun þriðjudag verður sýning fyrir framan myndlistarstofu FSU en sú er með fast aðsetur á þriðju hæð, stofu 301. Ýmis verk verða til sýnis en að þessu sinni er þó áherslan á verk úr endurvinnsluáföngum myndlistarinnar. Þar kynnast nemendur þeirri gullnámu sem úrgangur oft er og þurfa að opna augun fyrir þeim efnivið sem til fellur og endurnýta má við gerð list- og nytjamuna og sjá möguleikana hvað úr getur orðið. Kennari er Ágústa Ragnarsdóttir.
Á sýningunni verður hægt að skoða m.a. stórskemmtilega lampa og loftljós, veggmyndir, fylgihluti, innsetningar og teikningar.
Endilega töltið við og skoðið, sjón er sögu ríkari.
Á myndinni má sjá loftljós búið til úr sultukrukkum, spónaplötum og gamalli jólaseríu.