Gul dimission
01.05.2010
Föstudaginn 30. apríl kvöddu brottfarendur úr FSu þessa önnina skólann sinn með tilheyrandi dimission. Dimittendi komu í skólann um níuleytið íklæddir krúttlegum Pikachu-búningum sem Alda í Alvörubúðinni hafði galdrað fram. Þegar brottfarendur höfðu sungið allmarga bragi um skólann og kennarana og verðlaunað samnemendur og lærifeður bauð skólinn upp á kjötsúpu. Undir borðhaldi sýndu útskriftarnemar myndband sem vitnaði um lærdóm þeirra í skólanum og kennarar sungu hið hefðbundna Klárakvæði. Síðan hélt hópurinn í óvissuferð út í blautt vorið.