Gull og silfur á Skaganum
Meistaraflokkurinn sigraði með yfirburðum með samtals stig 46,75 og leiðir því Deildarkeppni Meistaraflokka með 7 stig en stigahæsta liðið að loknum 4 mótum hlýtur deildarameistaratitil Úrvalsdeildar. Í öðru sæti var lið Keflavíkur og lið Ránar hafnaði í því þriðja. Hvorki Gerplustúlkur né Stjörnustúlkur mættu til leiks í þennan flokk en eftir áramótin verður spennandi keppni á milli þessara liða.
Lið Selfoss í 1. flokki sýndi glæsileg tilþrif í sínum æfingum en gerði dýrkeypt mistök á dýnu sem kostuðu liðið sigurinn. Þær höfnuðu í 2. sæti með 43,90 stig, rétt á eftir liði Gerplu en lið Stjörnunnar hafnaði í þriðja sæti. Þetta mót var fyrsta mótið af þremur sem gilda sem úrtökumót fyrir Norðurlandamót 13-18 ára í Finnlandi sem haldið verður í apríl 2010. Annað sætið á þessu móti færir lið Selfoss nær því markmiði.
Næsta úrtökumót verður í janúar í Laugardalshöllinni en keppt verður á Reykjavík Open 16. janúar. Liðið mætir öflugt til leiks á það mót enda lítið jólafrí tekið í fimleikunum. Meiðsl hafa verið að hrjá liðið síðustu vikur og misstu stelpurnar stökkvara úr liðinu á síðustu metrunum sem varð þeim erfitt en með breiddinni tókst þeim að halda dampi.