Hægt á innleiðingunni

Þann 5. mars var haldið menntaþingi 2010 undir heitinu „Heildstæð menntun á umbrotatímum. Menntamálaráðherra flutti ávarp á þinginu. Þar kom fram að menntamálaráðuneytið hefur unnið að tillögum vegna samdráttar í fjárframlögum til framhaldsskólanna næstu þrjú árin. Orðrétt sagði ráðherrann: „Í meginatriðum taka tillögurnar til þess hvar unnt er að ná fram sparnaði og hvað megi gera til að viðhalda þjónustu og gæðum [- - -] Hægt verður á innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla hvað varðar gildistöku aðalnámskrár sem taka átti að fullu gildi á næsta ári. Einnig verða ákvæði um lengingu skólaárs tekin til endurskoðunar. Hyggst ég beita mér fyrir breytingum á lögum um framhaldsskóla í þessa veru. Þetta þýðir ekki að þróunarstarfi og upptöku nýrra námsbrauta í framhaldsskólum verði hætt. Margir skólar hafa unnið mjög öflugt starf við þróun nýrra námsbrauta.