Harðgerir göngugarpar
24.09.2017
Nokkrir grjótharðir nemendur í fjallgönguáfanga FSu ásamt Sverri íþróttakennara, létu ekki rok og rigningu stoppa sig frá því að ganga um Hengilsvæðið síðastliðinn laugardag. Vegna þoku hætti hópurinn við að ganga á topp Hengilsins (Vörðu Skeggja) en gekk í stað þess upp Sleggjubeinsdal og inn Innstadal, austur fyrir Skarðsmýrarfjall og sunnan megin við Skarðsmýrarfjallið til baka. Þegar komið var í bílana aftur kom í ljós að hópurinn hafði gengið 12 km og tók það um 3 tíma. Nemendur fengu þarna dýrmæta reynslu í að takast á við íslenst veðurfar og reyna sig í erfiðum aðstæðum. Allir stóðu sig með sóma.