Hárgreiðsla á sjúkraliðabraut

Nemendur á sjúkraliðabraut sóttu námskeið í hárgreiðslu hjá Örnu Árnadóttur, hárgreiðslumeistara og kennara í hármennt við skólann. Kennsla fór fram á hárgreiðslustofu Örnu, Bylgjum og börtum. Nemendur lærðu að setja rúllur í hár og fleira. Arna tók á móti nemendum með kökum og kaffi. Námskeiðið er hluti af áfanga í verklegri kennslu, sem er undirbúningur fyrir starfsþjálfun sem nemendur fara í eftir áramót, en þá munu nemendur starfa í þrjár vikur á öldrunardeildum á Suðurlandi.

Kennari á sjúkraliðabraut er Íris Þórðardóttir.