Hárgreiðsla í anda stríðsáranna
14.10.2014
HÁR1S2/HÁR3S2 er skemmtilegur og skapandi valáfangi sem er í boði við skólann. Í þessum áfanga fá nemendur innsýn í hársnyrtiiðn, bæði sem fagiðn og þjónustufag. Nú á haustönn eru átta nemendur í áfanganum og er kennslustofan hársnyrtistofa hér í nágrenni skólans. Kennt er að flétta, þvo hár, búa til hárskraut og vinna hárgreiðslur frá ýmsum tímabilum. Oftast æfa nemendur sig á dúkkuhausum en liðinni viku vor þeir að vinna verkefni sem reyndi á skipulagningu og tímastjórnun. Þeir fengu tvo kennara til liðs við sig og greiddu og snyrtu í anda stríðsáranna. Kennari er Elínborg Arna Árnadóttir. Á myndinni má sjá Huldu Finnlaugsdóttur, hármódel. Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans.