Harpa og Marín sigruðu
12.11.2010
Systurnar Margrét Harpa og Þuríður Marín Jónsdætur sigruðu í söngkeppni FSu 2010 sem haldin var í Iðu fimmtudaginn 11. nóvember. Þær sungu lagið Take Me or Leave Me úr söngleiknum Rent. Í öðru sæti varð Írena Víglundsdóttir og í því þriðja Albert Rútsson. Verðlaun fyrir sviðsframkomu hlutu rappararnir Bjarki Friðgeirsson og Ívar Örn Guðjónsson og Guðrún Bína Rúnarsdóttir og félagar fengu viðurkenningu hljómsveitarinnar fyrir framlag sitt. Gestgjafar hátíðarinnar voru Anton Guðjónsson og Gunnlaugur Bjarnason. Milli atriða voru fjölbreytt innslög sem meðal annars afhjúpuðu áður óþekktan dauðyflaflokk í húsum skólans, einkum í kjallara Odda. Keppnin var hin glæsilegasta og öllum aðstandendum til sóma. Sjá frétt og myndir á mbl.is.