Háskólanemar í heimsókn
21.09.2009
Föstudaginn 18. september tók Anna Fríða Bjarnadóttir náms-og starfsráðgjafi á móti 30 nemendum í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við HÍ. Hópurinn var í vísindaferð sem er hluti af námskeiðinu Náms- og starfsfræðsla. Ásamt því að heimsækja Fjölbrautaskólann og fræðast um náms- og starfsgjöfina þar heimsóttu þau Vinnumálastofnun og Fræðslunet Suðurlands. Vonandi var vísindaferðin austur fyrir fjall hópnum bæði góð og gagnleg.