Hátíð franskrar tungu
22.03.2010
Dagana 18.-24. mars er haldin alþjóðleg hátíð franskrar tungu og er megin tilgangurinn með slíkri viku að minna á að franska er móðurmál um 200 milljóna manna um heim allan. Hér á landi er ýmislegt á döfinni í tilefni þessarar viku.
Vert er að geta þess að árlega fer fram frönskukeppni framhaldsskólanema sem ber heitið "Allons en France" og er hún skipulögð af franska sendiráðinu og Félagi frönskukennara. Í ár fór keppnin fram laugardaginn 20. mars sl. Í ár tóku nemendur FSu ekki þátt en það hafa þeir gjarnan gert og staðið sig með glæsibrag. Vonandi verður áhugi á þátttöku næsta ár.