Haustannarlok 2014
Þriðjudaginn 16. desember, er prófsýning kl.12.30 -14.00. Nemendur eru hvattir til að hitta kennara, skoða prófin sín og sækja verkefni. Á sama tíma tekur bóksalan á móti notuðum bókum. Athugið aðeins þennan eina dag.
Inna opnar kl. 9.00 sama dag og þá geta nemendur skoðað einkunnir sínar þar. Inna verður lokuð þeim sem eiga útistandandi gjöld á haustönn.
Á prófsýningardag kl. 12:15 mun fulltrúi frá SOS barnaþorpum koma og veita viðtöku fjárframlagi frá nemendum en upphæðin, 500.000 krónur, var safnað í góðgerðaviku haustannar. Á sama tíma verður baukur fyrir smámynt settur upp í anddyri skólans, en öll fjárframlög nemenda í hann munu renna til JOS - barnaþorpsins í Nígeríu.
Föstudaginn 19. desember er brautskráning sem hefst kl.14. Gestum er boðið upp á kaffi á meðlæti eftir athöfn.