Haustferð í útivistaráfanga
10.09.2018
Árleg haustferð útivistaráfangans yfir Fimmvörðuháls var farin í liðinni viku. Ferðin gekk vel enda var veðrið frábært og nemendahópurinn skipaður eintómum snillingum. Gangan endaði í skála Útivistar í Básum þar sem hópurinn gisti eina nótt. Þar hjálpuðust allir við að grilla, útbúa salat og sósu, leggja á borð og svo þurfti auðvitað að vaska upp og ganga frá. Allt gerðist þetta einhvern veginn sjálfkrafa. Morguninn eftir hjálpuðust allir við að ganga frá skálanum og svo var lagt af stað heim. Á heimleiðinni var stoppað í Nauthúsagili þar sem stirðir leggir voru liðkaðir með stuttri göngu.