Heilsuefling fyrir alla
22.09.2011
Í umsjónartíma fimmtudaginn 22. september ræddu umsjónarkennarar og nemendur um Heilsueflandi framhaldsskóla. FSu er aðili að verkefninu en það er á vegum Embættis landlæknis . Margt var skrafað og skeggrætt, svo sem hollur kostur í mötuneyti nemenda - þar á meðal hafragrauturinn sem framreiddur er á hverjum morgni, nýi vatnskælirinn þar sem hægt er að svala þorsta sínum og hvernig hægt er að gera hollar tegundir matar fýsilegar á kostnað annarra tegunda. Sama efni ræddu kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk í hópum í sömu viku. Í tilefni þess að FSu varð Heilsueflandi framhaldsskóli á dögunum bauð Embætti landlæknis öllum í FSu vatnsbrúsa.