Heimsókn frá Brussel
04.05.2016
Föstudaginn 29. apríl komu 34 nemendur og 4 kennarar frá Brussel í heimsókn til FSu. Nemendurnir voru búnir að fara vítt og breitt um Suðurland dagana áður og notuðu síðasta daginn í heimsóknina. Nemendur úr félagsfræði sáu um að taka á móti nemendum og sýna þeim skólann, viðbygginguna og íþróttahúsið. Eftir það bættust við nemendur og kennarar úr ensku og frönsku og fengu gestirnir t.d. stutta kennslu í "nauðsynlegum" íslenskum orðum og frösum. Þar sem veðrið var mjög gott skelltu nemendurnir sér saman í skotbolta og fengu svo köku, sem kennari matvælagreina sá um. Gestirnir fóru ánægðir í burtu og kvöddu með alíslensku blessi.