Heimsókn frá Þýskalandi
27.03.2012
Föstudaginn 23. mars kom í heimsókn í skólann þýsk stúlka að nafni Helena Apenbrink.
Hún býr í Flensborg í Þýskalandi og er þar í kennaranámi í þýsku og textíl. Helena er samnemandi Hannesar Stefánssonar í þýsku en nemandi Helgu Jóhannesdóttur í einum áfanga í textíl. Helga og Hannes, bæði kennarar við FSu, eru í námsleyfi í Flensborg.
Helena sat kennslustundir í ensku, þýsku og textil og skoðaði skólann. Henni þótti áhugaverð sú fjölbreytni sem er í verklegum greinum við skólann.