Heimsókn til Brunavarna Árnessýslu
Nemendur í grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina fóru í heimsókn til Brunavarna Árnessýslu þann 11. nóvember. Á móti okkur tóku brunaeftirlitsmennirnir Halldór Ásgeirsson og Guðmundur G. Þórisson. Hugmyndin með heimsókninni var að kynnast mismunandi eiginleikum slökkvitækja, hvað bæri að hafa í huga þegar eldur myndaðist, hvaða aðstæður þurfi að vera til staðar til að eldur myndist og viðhaldist, prufa mismunandi slökkvitæki og eiginleika eldvarnarteppisins. Farið var yfir brunaþríhyrninginn og brunaflokka. Einnig tók Ólafur Kristmundsson á móti okkur og sýndi okkur prófunartæki fyrir reykköfunargrímur, mismunandi kúta og tæki sem notuð eru við slökkvistörf. Brunavarir Árnessýslu hafið þökk fyrir góða og flotta kynningu, takk Pétur og félagar.
Óskar G. Jónsson, kennari við FSU.