Heimsóknir frá grunnskólum á Suðurlandi
09.04.2010
Að undanförnu hefur verið gestkvæmt í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar skólans hafa tekið á móti nemendum úr 10. bekk í grunnskólanum á Hellu, Hvolsvelli og Vík, Vallaskóla og Barna-skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemendurnir hafa skoða húsnæðið og kynnt sér námsframboð skólans. Fulltrúar úr nemendaráði Fjölbrautaskólans hafa lagt náms- og starfsráð-gjöfunum lið og kynnt félagslífið í skólanum fyrir þessum hópum. Þetta hafa verið afar ánægjulegar heimsóknir og vonum við að sjálfsögðu að sem flestir komi í skólann til okkar í haust.