Hljóðbókasafn
Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér á eftir eru upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.
1. Greining úr grunnskóla þarf að berast til náms- og starfsráðgjafa í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Foreldrar og forráðamenn verða að biðja um að gögn séu send milli skólastiga
2. Þegar greining er komin getur nemandi komið til náms- og starfsráðgjafa og skrifað undir upplýst samþykki til að fá aðgang að hljóðbókum. Sé nemandi undir 18 ára aldri, þarf forráðamaður að skrifa undir.
3. Árgjald safnsins er 2.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn undir 18 ára aldri. Krafa er stofnuð í heimabanka lánþega þegar hann hefur verið skráður. Aðgangur er opnaður þegar krafa hefur verið greidd.
4. Nemandi fær síðan aðgangsorð sent í tölvupósti.
5. Nemandi getur hlaðið niður hljóðbókum af vef Hljóðbókasafns Íslands sjá www.hbs.is
Náms- og starfsráðgjafar FSu