Höfðingleg gjöf
11.04.2016
Nýlega var skólameistara, kennurum og nemendum úr verknámi skólans boðið í fyrirtækið Netparta í Flóa til að taka við gjöf.
Var skólanum gefin vél úr Nissan Leaf rafmagnsbíl. Þessi vél er kærkomin og mun færa nemendur nær raunveruleikanum þegar þeir fara að vinna með vélina. Þetta er fyrsta rafmagnsbílvélin sem skólinn eignast og mun hún sóma sér vel í nýju húsi sem rís á lóð skólans.
Á myndinni tekur skólameistari við vélinni úr höndum Aðalheiðar Jacobsen öðrum eiganda Netparta. Við erum mjög þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og nemendur munu sannarlega njóta þess að vinna og læra á rafmagnbílvél.