Hönnun í heimabyggð
18.11.2013
Tveir hópar í THL103, fatahönnun, hittu búningahönnuðinn Öldu Sigurðardóttur í verslun sinni og verkstæði í Alvörubúðinni við Eyraveg og spurðu hana "hvernig er að lifa á textíl á Íslandi í dag ? Því næst fóru nemendur í innblástursleiðangur um miðbæ Selfoss.
Eigendur og afgreiðslufólk í verslunum sem bjóða upp á hönnunar- og tískuvörur tóku vel á móti hópnum, svöruðu spurningum og sýndu það áhugaverðasta sem tengja má við verkefni áfangans. Ýmislegt kom á óvart, t.d. að hér sé hægt að kaupa það allra nýjasta í íslenskri fatahönnun. Kennari í fatahönnun er Helga Jóhannesdóttir. Myndina tók Örn Óskarsson.