Hönnun og fleira skoðað í Hveragerði
07.10.2014
Nemendur í Textíldeild skruppu nýlega í stutta en skemmtilega vettvangsferð til Hveragerðis. Annað erindið var að öðlast tækifæri til að kaupa fata- og textílefni. Hitt var að heimsækja textílhönnuðinn Lovísu Aðalsteinsdóttur, fyrrverandi nemanda Fsu, en hún hannar, framleiðir og selur handgerðar vörur úr ull og silki. Lovísa var spurð um það hvort hún mælti með því fyrir ungt fólk á Íslandi í dag að velja sér handverk og hönnun sem lifibrauð og hverjir væru kostri og gallar við slíka tilveru. Áhugaverðar hliðar á lífi hönnuðar komu fram í svörum Lovísu, en upp úr stendur að hún hvetur áhugasama hönnuði að kýla á spennandi tilveru, með kostum og göllum. Á myndinni má sjá hópinn taka listræna pósu.