Hópverkefni við Hamar
05.02.2010
Nemendur á fjórðu önn í húsasmíði vinna nú að stóru verkefni úti á lóð skólans við verknámshúsið Hamar. Um er að ræða svokallað gestahús, en slík hús hafa eigendur fullvaxinna sumarhúsa undir gesti sína sem ekki rúmast í aðalhúsinu af einhverjum sökum. Húsið er 25 fermetrar að grunnfleti og er áætlað að smíði þess verði lokið með vorinu. Þá verður það selt hæstbjóðanda. Kristján Þórðarson, kennari hinna verðandi smiða, bar þeim vel söguna og sagði þá áhugasama dugnaðarforka.