Hugarflugsfundur
13.05.2009
Þriðjudaginn 12. maí héldu stjórnendur skólans svokallaðan hugarflugsfund með starfsmönnum stofnunarinnar. Er fundurinn liður í hagræðingarátaki sem skólinn tekur þátt í en að því standa menntamálaráðuneytið og ráðgjafarfyrirtækið Capacent Gallup. Í byrjun fundar var átakið kynnt en síðan setti hver starfsmaður sínar hugmyndir um sparnað á miða, las upp fyrir hópinn og límdi loks á veggspjald til flokkunar. Margar góðar hugmyndir komu fram og starfsmenn eru greinilega meðvitaðir um hve mikilvægt er að sýna ráðdeild á þessum niðurskurðartímum.