Hugmyndasamkeppni um dreifnám/stoð
10.01.2010
Eins og kunnugt er hefur verið tekin upp ný eyktaskipan í FSu á þessari önn. Helsta nýjungin er að þrjár nýjar stundir eru nú í töflunni. Þessar stundir eru ætlaðar til ýmissa verka og ganga undir vinnuheitinu dreifnám/stoð. Vinnuheitið þykir ekki mjög þjált og því er efnt til samkeppni um nýtt nafn á þessa tíma. Heitið þarf að vera lipurt og ná utan um hina tvíþættu merkingu sem í vinnuheitinu felst. Tillögum skal skilað undir dulnefni til skólameistara í síðasta lagi föstudaginn 15. janúar kl. 16. Nöfn hugmyndasmiða skulu að fylgja tillögum í lokuðu umslagi.