Hús í smíðum
27.02.2012
Á útisvæðinu við Hamar er mikið að gerast. Nýtt gestahús að rísa, smíðað af nemendum á fjórðu önn í húsasmíði undir handleiðslu Kristjáns Þórðarsonar. Litla húsið, sem byrjað var á í fyrra, verður einnig klárað fyrir vorið og þau bæði seld. Þessi hús eru smíðuð í áfanga sem heitir timburhús, sem er einn fjölmargra áfanga í húsasmíðanáminu. Í áfanga sem heitir gluggar og útihurðir smíða nemendur hurð og glugga í húsið. Smíðin gengur vel, enda nemendur viljugir. Þeim finnst gaman að sjá húsið rísa, sjá afraksturinn eftir gott dagsverk. Verkefni sem þetta hafa verið unnin í FSu í um sex ár og gagnast nemendum mjög vel til að öðlast skilning á því hvernig timburhús eru uppbyggð og hvernig hægt er hægt er að standa að smíðinni.