Iðn-og starfsnámsdagur í FSu
08.10.2012
Mikið var um dýrðir þann 3. október í Fjölbrautaskóla Suðurlands, en þá var Iðn- og starfsnámsdagur haldinn hátíðlegur. Þetta er í þriðja sinn sem náms-og starfsráðgjöf FSu stendur fyrir þessum degi og í fyrsta sinn sem öllum grunnskólum á Suðurlandi er boðið í heimsókn. Grunnskólanemendur auk nemenda í FSu fengu upplagt tækifæri til þess að kynna sér iðn- og starfsnám á öllu Íslandi með sérstakri áherslu á slíkt nám sem er í boði í FSu. Fjölmenni var í miðrými skólans og áhuginn greinilega mikill. Myndirnar segja líklega meira en mörg orð.