Iðnámskynning
07.11.2011
Iðnnámsdagur var haldin hátíðlegur miðvikudaginn 2. nóvember hér í FSu. Fulltrúar frá IÐUNNI fræðslusetri og Rafiðnaðarambandi Íslands komu sér vel fyrir í miðrými skólans og kynntu fyrir gestum og gangandi allt iðnnám sem er í boði á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem Náms-og starfsráðgjöf FSu stendur fyrir þessari uppákomu og mælist hún vel fyrir.
Þess má geta að FSu er eini framhaldsskólinn á landinu sem fer þessa leið í að kynna iðnnám á Íslandi fyrir nemendum.