IH klippir fyrir Krabbameinsfélagið
24.03.2011
Eins og kunnugt er komu nemendur í Hársnyrtideild Iðnskólans í Hafnarfirði í heimsókn í FSu á Kátum dögum. Skapast hefur hefð fyrir því að nemendur á 3. önn í hársnyrtideildinni kynni deildina fyrir nemendum á Selfossi með því að mæta á Káta daga og bjóða kennurum og nemendum klippingu á kostnaðarverði. Að vanda var góð aðsókn í að láta snyrta á sér kollinn og eftir daginn höfðu safnast í sjóðinn kr. 82.500. Í tilefni af söfnunarátakinu Mottumars ákváðu nemendur að gefa allan sjóðinn sem safnaðist þennan dag til Krabbameinsfélagsins og kom Leila Sæunn Pétursdóttir, fulltrúi Krabbameinsfélagsins, í heimsókn í Iðnskólann og tók við framlaginu frá nemendum.