Innritun í framhaldsskóla haustönn 2014




MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2014

Forinnritun nemenda í 10. bekk verður 3. mars til 11. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1998 eða síðar) hófst mánudaginn 3. mars og lýkur föstudaginn 11. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

Innritun annarra en 10. bekkinga verður 4. apríl til 31. maí

Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem ekki eru nú í framhaldsskóla eða ætla að skipta um skóla hefst föstudaginn 4. apríl og lýkur laugardaginn 31. maí. Umsækjendur sækja um Íslykil á www.island.is og nota hann til að sækja um á www.menntagatt.is.

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 5. maí til 10. júní

Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Starfsbrautir fyrir fatlaða

Rafrænni innritun á starfsbrautir lauk 28. febrúar síðastliðinn. Tímamörk almennrar innritunar sem auglýstar eru á Menntagátt, gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast síðar.  Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl.
Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá á menntagatt.is
og hjá Námsmatsstofnun í síma 550 2400


Mennta- og menningarmálaráðuneytið,  8. mars 2013
menntamálaráðuneyti.is