Innritun lokið, 1022 skráðir í skólann
25.06.2010
Vinnu við innritun í framhaldsskólana lauk í dag 25. júní. Greiðsluseðlar voru sendir út til nemenda 24. júní. Greiða þarf innritunargjöld fyrir 14. júlí. Samtals eru 1.022 nemendur skráðir í skólann og er skiptingin þannig: Framhaldsnemar sem voru á síðustu önn eru 658, Nemdur sem koma í skólann eftir hlé (afturgengnir) eru 82. Eldri nemendur sem eru nýir í FSu eru 63 og nýnemar úr grunnskóla eru 218. Einn skiptinemi er í hópnum. Heildarfjöldi er því 1.022.