Íslandsmót í skrúðgarðyrkju

Íslandsmót í skrúðgarðyrkju fór fram á framhaldsskólakynningunni Minni framtíð 13. - 15. mars. Keppendur að þessu sinni voru Jóhanna Íris Hjaltadóttir, Friðrik Aðalgeir Guðmundsson, Ingólfur Þór Jónsson og Georg Rúnar Elvarsson, öll nemendur Garðyrkjuskólans á Reykjum. 
 
Keppnin var hnífjöfn og dómurum vandi á höndum en Georg Rúnar Elfarsson bar sigur úr býtum og er íslandsmeistari í skrúðgarðyrkju árið 2025.
 
Um 25 framhaldsskólar kynntu fjölbreytt nám á Minni framtíð samhliða íslandsmóti iðn- og verkgreina en keppt var í 19 greinum. Fyrstu tvo dagana var kynning fyrir grunnskóla og sóttu 9000 nemendur í 9. og 10. bekk sýninguna. Síðasta daginn var fjölskyldudagur og þá var opið fyrir almenning.
 
Myndir: Helena Stefánsdóttir, ljósmyndari og skrúðgarðyrkjufræðingur.