Íslenska 403 og 503 fer í leikhús
08.02.2013
Föstudagskvöldið 25. janúar síðastliðinn fór hópur nemenda í íslenskuáföngum 403 og 503 í Þjóðleikhúsið að sjá Macbeth eftir William Shakespeare. Sýningin sem er jólasýning Þjóðleikhússins er í leikstjórn ungs Ástrala, Benedicts Andrews sem hefur getið sér gott orð fyrir leikhús- og óperuuppfærslur sínar í Ástralíu og víða í Evrópu einkum í Bretlandi og Þýskalandi. Árið 2010 setti hann Lé konung Shakespeare á svið Þjóðleikhússins sem rakaði til sín flest Eddu verðlaun árið eftir. Almennt voru nemendur ánægðir með uppsetninguna á þessu blóðuga meistaraverki leikbókmenntanna sem af djúpu mannlegu innsæi segir frá valdaráni og þeim hrikalegu afleiðingum sem slíkur gjörningur hefur í för með sér.