Íþróttavika Evrópu í FSu
23.09.2022
Fjölbrautaskóli Suðurlands tekur þátt í verkefninu Íþróttavika Evrópu dagana 26. - 30. september.
Dagskrá Íþróttaviku Evrópu í FSu 26. – 30. sept.
Frítt verður í sund og tækjasal World Class á Selfossi gegn því að framvísa stundatöflu í Innu alla vikuna.
Þriðjudagur 27. september:
Frisbígolf kl. 16 – Ingvar Freyr Símonarson verður með kynningu og kennslu á frisbígolfi fyrir nemendur og starfsmenn.
Miðvikudagur 28. september:
Erindi á sal fyrir alla nemendur skólans kl. 11:15 – 12:10: Litlir hlutir skapa stóra sigra!, Þorgrímur Þráinsson.
Fimmtudagur 29. september:
Fjallganga (ca 2 klst.) fyrir nemendur og starfsmenn frá Ölfusborgum kl. 16. Ásdís Björg Ingvarsdóttir, íþróttakennari hefur umsjón með göngunni.