Járningar og útiskór
24.03.2009
Föstudaginn 20. mars var haldið námskeið í járningum, ætlað nemendum í hestamennsku við skólann. Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari kenndi fólkinu réttu handtökin við hófasnyrtingu, skeifnaréttingar og járningarnar sjálfar. Nú íhuga yfirvöld skólans að fá aðstoð Sigurðar við að draga undan þeim nemendum sem virðast vera fastir í útiskónum í húsakynnum FSu.