Jólafundur HNOSS
Í febrúar á þessu ári tóku náms-og starfsráðgjafar á Suðurlandi sig saman og stofnuðu formlega félagsskapinn HNOSS. Hópur náms- og starfsráðgjafa á Suðurlandi. Síðan í febrúar hafa þeir hist fjórum sinnum víða um Suðurland. Í hópnum eru 17 náms-og starfsráðgjafar sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í skólum og í öðrum stofnunum á Suðurland. Tilgangur með félagsskapnum er að efla tengslin milli náms- og starfsráðgjafa og þeirra stofnana sem þeir vinna við.
Síðastliðin þriðjudag var haldinn jólafundur í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar fékk hópurinn meðal annars kynningu á því iðnnámi sem er í boði FSu ásamt því að skoða aðstöðu til iðnáms í nýju verknámshúsi, Hamri. Við þökkum þeim kennurum sem aðstoðuðu við kynninguna kærlega fyrir þeirra innlegg.
Jólakveðja
Náms og starfsráðgjafar FSu