Jólastund
06.12.2011
Skólinn bauð að venju starfsfólki upp á jólahátíðarmat þann 1. desember. Á boðstólum var hangikjöt með öllu tilheyrandi meðlæti og kaffi og konfekt í eftirmat. Starfsfólk mötuneyta skólans undirbjuggu matinn góða. Þessi hefð hefur lengi verið við lýði í skólanum og gaman fyrir starfsfólk að koma saman og njóta samveru og góðs matar í miðjum prófaönnum. Kristín G. Gísladóttir, Sólrún Stefánsdóttir, Aðalbjörg Kristín Kristinsdóttir og Fanney Stefánsdóttir sjást hér á mynd, en þær útbjuggu jólamatinn.