Kátir dagar
26.02.2014
Í dag miðvikudag hefjast Kátir dagar í FSu. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra. Þau velja sér viðfangsefni en það er skyldumæting í skólann þessa daga. Nemendur þurfa að framvísa vegabréfi inn á viðburðina og fá stimpil til að fá mætingu gilda. Undirbúningur hefur verið á herðum Kátu daga nefndar sem skipuð er bæði nemendum og kennurum. Kátir dagar hófust kl. 9:50 með setningu og síðan spurningakeppni milli nemenda og kennara í umsjón Hannesar Stefánssonar.
Nánari upplýsinar um dagskrá Kátra daga má sjá hér