Kátir dagar 2016
Kátir dagar eru haldnir árlega í FSu og vekja ætíð mikla gleði, þeir voru í síðustu viku á miðvikudegi og fimmtudegi. Kennt var fram að fríminútum á miðvikudeginum og síðan tók dagskrá Kátra daga við. Á fimmtudeginum var dagskráin fram að hádegi og endaði á því að kennarar úr Hamri grilluðu pylsur sem nemendur og aðrir gæddu sér á.
Í ár var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Hér fengu nemendur kynningar frá Rauða krossinum um fordóma, Sigga Dögg og spjallaði um kynlíf, nemendur frá Háskóla Íslands kynntu laganámið þar, kínverska, táknmál, björgunarsveit Árborgar mætti á svæðið og margt, margt fleira. Einnig voru haldin námskeið í brjóstsykursgerð, konfektgerð og kleinubakstri svo fátt eitt sé nefnd. Ekki má gleyma að íssmökkuninni, pylsum sem grillaðar voru í Iðu og morgunmatnum á fimmtudegi sem var ókeypis fyrir nemendur. Það var margt fleira í boði en þetta gefur svona smá hugmynd um það sem var í gangi hér innanhús þessa tvo kátu daga.
Kátudaganefndin og nemendafélagið þakkar öllum sem aðstoðuðu við að koma Kátum dögum á kortið enn eitt árið og þeim sem héldu námskeið og fyrirlestra.