Kátir dagar, koma og...
17.02.2010
Nú er skipulagning Kátra daga í fullum gangi, en þeir hefjast sem kunnugt er 3. mars nk. Að mörgu þarf að hyggja í undirbúningnum eins og gefur að skilja. Nemendaráð vinnur hörðum höndum með Kátudaganefnd og stjórnendum skólans svo allt gangi nú vel fyrir sig þegar stóra stundin rennur upp. Á myndinni eru Sölvi Þór Hannesson formaður skemmtinefndar og Ragnheiður Ísaksdóttir námsferilsstjóri að fara yfir málin.