Kátir dagar og Flóafár
02.03.2013
Kátir dagar voru haldnir í vikunni, en þá er kennsla brotin upp og starfsfólk og nemendur skemmta sér saman. Fjölbreytt dagskrá var í boði með námskeiðum og fyrirlestrum. Ljósmyndamaraþon er einn af föstum liðum á Kátum dögum.
Á föstudag var svo Flóafár, en keppa lið nemenda í þrautum sem starfsfólk hefur útbúið. Hugmyndaauðgi liðanna í útliti og skipulagningu heimasvæða var mikil og fór keppnin vel fram. Sigurvegari dagsins var lið sem kallaði sig 80's. Önnur lið sem tóku þátt voru Made in sveitin, Austin Powers, Strumparnir og Hawaii.
Myndirnar tók Örn Óskarsson