Kátir dagar og Flóafár
18.02.2020
Á morgun, miðvikudag hefjast Kátir dagar í Fsu kl. 10.30. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér allskyns fróðleg og spennandi verkefni, þrautir og fyrirlestra. Þau velja sér viðfangsefni en það er skyldumæting í skólann þessa daga. Nemendur þurfa að framvísa vegabréfi inn á viðburðina og fá kvittun til að fá mætingu gilda. Undirbúningur hefur verið á herðum Kátu daga nefndar sem skipuð er bæði nemendum og kennurum. Skoða má dagskrá Kátra daga á meðfylgjandi mynd.
Á föstudag er svo Flóafár, liðakeppni þar sem lið skipuð nemendum keppa í þrautum sem starfsfólk hefur útbúið og hefst dagskrá kl.8.20 þegar nemendur hitta umsjónarkennara til að skrá mætingu fyrir daginn.