Kátir dagar og Flóafár hefjast
24.02.2015
Næstu þrjá daga verður hefðbundið skólastarf brotið upp þegar Kátir dagar og Flóafár fara fram. Á Kátum dögum verður fjölbreytt dagskrá í boði með allskonar viðburðum, fyrirlestrum, námskeiðum og skemmtilegheitum sem nemendur skrá sig í. Á myndunum má sjá dagskrá Kátra daga (hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær) Á föstudag er svo Flóafár, liðakeppni þar sem lið skipuð nemendum keppa í þrautum sem starfsfólk hefur útbúið og hefst dagskrá kl.8.30.