Kátir, kátir dagar!

Kátir dagar voru haldnir í liðinni viku, en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur geta raðað saman eigin dagskrá útfrá viðburðum sem að sérstök Kátudaganefnd setur saman. Meðal þess sem nemendur gátu gert var að hlusta á fyrirlestra um heilsu, förðun, jeppa, markmiðssetningu, nám í Danmörku, fræðst um Amnesty international, hesta og AFS. DSC 0105Einnig var hægt að læra brjóstsykursgerð, MMA, Taekwondoe, Crossfit, hnútagerð, fara í jóga svo eitthvað sé nefnt. Hægt var að spila tölvuleiki, horfa á þættir og bíómyndir, spila foosball og bumbubolta. Boðið var upp á morgunverð á fimmtudagsmorgun, en kátir dagar enduðu með lokahnykk í  Iðu íþróttahúsi þar sem nemendur og kennarar kepptu í körfuknattleik og allir gæddu sér á grilluðum pylsum. Fleiri myndir af Káturm dögum má finna á feisbúkksíðu skólans.