Kennaranemar frá Kanada

Undanfarnar vikur hafa fimm kanadískir kennaranemar frá Nova Scotia verið í starfsnámi í Fsu. Nemendurnir voru hluti af 16 manna hóp sem stundaði starfsnám m.a. í Vallaskóla, Sunnulækjaskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka.


Nemarnir stóðu sig með miklu prýði og óhrædd við að taka að sér fjölbreytt verkefni hjá íþróttadeild skólans. Að sögn íþróttakennara voru þau mjög áhugasöm um starf íþróttadeildarinnar og fannst áhugavert hve virkni í tímum var mikil. Þau voru einnig sérstaklega áhugasöm um virkni og framboð áfanga fyrir nemendur á sérnámsbraut. Eitthvað sem þau voru ekki vön úr sínu skólakerfi. Glöggt er gests augað.


Heimsókn sem þessi er ekki síður dýrmæt fyrir íþróttadeildina því nemendur skilja ávallt eftir sig nýja þekkingu, aðferðir og leiki. Því má segja að móttöku kennarar verknámsnema fái töluverða endurmenntun á sama tíma.