Kennarar undir smásjá
31.03.2009
Þessa síðustu kennsluviku fyrir páska stendur yfir könnun í FSu á gæðum náms og kennslu (skammstafað GNOK). Könnunin er hluti af sjálfsmati skólans og er lögð fyrir í öllum námshópum. Markmiðið er að draga fram það sem vel er gert í námi og kennslu og einnig það sem ástæða er til að bæta. Til að tryggja hlutleysi í könnuninni voru ráðnir átta lífsreyndir öðlingar sem leggja hana fyrir.